4/30/2004

Ég fór að sjá Joaquín Cortés (ekki samt frændi Sigrúnar Cortes ..og þó hver veit) í gær af því að Erla amma hafði verið svo elskuleg að bjóða mér . Það var allveg fróbært maðurinn var eins og skoppandi víbrador ekki skrýtið að allar konurnar þarna inni flautuðu ráku upp skræki og stöppuðu af fögnuði. Svo var líka rosa góð hljómsveit og þetta var allt voða flott og skemmtilegt.
Annars var svolítið skemmtileg tilfinning að fara inn í laugardalshöllina án þess að láta leita á sér uppundir ytri skapabarma en því á maður nú að venjast þegar maður sækir þarna menningarviðburði. það var meira að segja ekki leitað í öllum töskum bara varfærnislega spurt hvort maður væri með myndavél . já þetta var svona skemmtileg tilbreyting verð ég að segja.

í dag er síðasti dagurinn í skólanum og ég er bara ekkert fegin það er eiginlega bar mjög leiðinlegt því að það eru ALLIR að útskrifast nema ég jú og Sylvía en samt við verðum eitthvað bara tvær að rolast á næsta haust. Svo er ég líka búin að vera í svo frábærum tímum sem ég vil helst bara ekkkert hætta í oh snökt snökt

en jæja ekki er allt með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. (er þetta ekki úr dýrunum í hálsaskógi ??)

4/29/2004

hérna koma smá pælingar um tilgang lífsins og guð sem ég póstaði á spjallþræði nfmh én þar eru alltaf mjög djúpar umræður um hin ýmsustu málefni.

lífið getur ekki hugsanlega haft neinn tilgang svona í víðara samhengi. Amk ef maður ýmindar sér að maður horfi á jörðina úr geimnum á allt þetta líf þá er það nú bara aðalega fyndið og kanski svolítið fallegt og stórkostlegt en voðalega tilgangslaust

hinsvegar hefur líf hvers einstaklings tilgang og það er að hafa áhrif á líf annara og þannig er þetta svona keðjuverkandi . hver einstaklingur hefur þann tilgang að hafa áhrif með einum eða öðrum hætti á þá sem eru í kringum síg og það getur verið mjög göfugur tilgangur.



Ég er sammála honum Kristjáni með það að ef við ætlum að svara því hvort Guð sé til þá verðum við fyrst að skilgreina hvað guð sé.

Ef við segjum td. að guð sé bara hugtak sem við notum þegar okkur líður illa yfir því hvað manneskjan er vond eða hvað lífið er óréttlátt og tilganslaust því að allir deyja jú bara á endanum. og lang flestir jarðarbúar lifa nú bara frekar slæmu lífi við hungur og ofbeldi og að öll sú þekking og viska sem maðurinn hefur aflað sér . Doesn't make any fucking difference. hvert var ég nú komin já þegar við erum voða sorry og down yfir öllu þessu þá grípum við í þetta hrikalegasta sefjunar orð allra tíma.... GUÐ.
Guð er góður, guð er skaparinn þannig ég ber ekki ábyrgð á heiminum, allir sam dóu og ég sakna fóru til hans og hann passar þá hann passar mig og svo framvegis.

Guð er þess vegna allveg til og hann er sjálfsefjunar hugtak sem kemur einhverjum boðefnum af stað í manni sem róa mann niður og hjálpar manni að sætta sig við hlutina. og þessvegna trúi ég á guð.

Jesú er hinsvegar annar handleggur eða hægri handleggur eiginlega (hahahaha) hann er er svona gæji með pælingar um hvernig maður eigi að lifa koma fram við aðra og það eru sko mjög góðar pælingar og hef ég reynt að lifa mínu lifi svona í einhverju samræmi við þær.

Allaveganna guð er sjálfssefjun sem gott er að hafa á bak við eyrað.
Ég veit ég veit þetta er forkastanlegt hvorki ég né minn heittelskaði höfum ekki bloggað svo vikum skiptir og ég veit að það er mikill missir fyrir líf fólks þar sem orð okkar hafa veitt þeim fjölmörgu sem heimsótt hafa þessa síðu styrk og sálarhlýju.
Í dag skal verða breyting til batnaðar og bloggað meira.... eða kanski bara í kvöld ég þarf að fara