12/29/2003

jamm svolítið langt síðan ég skrifaði síðast núna er ég í vinnunni minni hjá íslandspósti á Blönduósi . Ég var að koma inn úr vonda veðrinu en ég var að bera út fyrir hana Rósu því hún er að verða amma. Já einkunnirnar voru bara ásættanlegar 7 í efnafræði og íslensku 8 í Línulegri algebru og jarðfræði 9 í stærðfræði ,félagsfræði og leiklist og 10 í íþróttum.
jamm jólin bara búin að vera jolly matti er reyndar bara á sigló að passa skipin svo að þau fyrir fari sér ekki í skammdegisþunglyndinu þannig ég hef lítið séð hann en hann ætlar kannski (vonandi) að koma um áramótin. jamm ég fékk margar fínar jólagjafir óvenju fínar meira að segja.
td Náttföt frá tengdó, rúmföt , flís peysu og buxur, rauðvínsglös og rauðvín, ciudad de las bestias (skepnan) e. Isabellu Alliende . bók eftir Þórhall miðil, inniskó, bolla, styttu ofl.
fór á krókinn 2 í jólum á ball með írafár ég og Anna skelltum okkur saman og gistum hjá Margréti Silju það var mjög svo gaman að hitta alla gömlu króksaranna og djamma ærlega.
jamm hann karl faðir minn er fjörtíuogeins í dag og bara til hamingju með það ef einhverjir hafa tillögu um hvað ég ætti að gefa honum þá væri það vel þegið.

jæja kannski maður fari að gera eitthvað ha..

Elva

12/16/2003

Svarfdælskir bændur binda og lífið er dásamlegt.... þetta er meginefni texta lags sem ég heyrði í morgunn . En allavega þá er ég búin í prófum og hæ hó og jibbijei fór á muse sem voru bara með svaka show smá gæsahúð þar. Svo skutlaði ég mínum heittelskaða heim til sín . Hann þurfti að fara að passa dallana á sigló. Jámm svo hélt ég aftur til borgar græðginar. með smá stoppi í piparkökubakstri a la máma. hellings hálka skafrenningur snjókoma osvfr. ég er því orðin mun þroskaðari ökumær tilbúin í hvaða mannskaðaveður sem er. já já það held ég nú . Já þið eruð kannski að spögulera hvað ég sé að hanga hérna í spilltri höfuðborginni í jólafríinu. Jú það er nú einu sinni svo að peningar vaxa ekki á trjánum og ég get ekki unnið hjá póstinum (kem að því síðar) og verð því að gefa leikskólabörnum kakó og kleinur og díla við úttaugaða foreldra sem leggja leið sína í húsdýragarðin svo enginn geti sagt að þeir sinni börnunum sínum ekki . Jamm en hin ástæðan sem er ástæan fyrir að ég get ekki unnið hjá póstinum er að ég verð að dýrka The muse.....................................................................................þetta var djúpt örugglega fáir sem náðu þessu en til útskýringar þá er muse = gyðja =listagyðja já ég verð að dýrka leiklistargyðjunna hlíða köllun hennar og reyna að finna út hvernig svefnmýs haga sér en það eru semsé æfingar á morgun og hinn og hinn...til 22. þá get ég loksins farið heim til að endurnæra sálina í sælunni úti á landi.
Nú sit ég hér heima hjá Sylvíu í nýju mh peysunni minni með lúna fætur og skorpna fingur (uppþvottalögur + sú hugsun að þvottahanskar séu fyrir aumingja og pempíur) og pikka ´. Ég var að borga skólagjöldin mín og kaupa miða á jólaball mh og versló já þessir fornu fjendur ákváðu að sína hinn rétta jólaanda og skemmta sér saman en það hefur ekki gerst í manna minnum. jámm svo er Anna að koma heim í kveld . Svo er einkunnadagur á morgun. jámm lífið er ljúft þó ekki sé laust við að mér finnist rúmið okkar hálf tómlegt á nóttunni ...





12/11/2003

ufff... ég er búinn í prófum. Loksins ég var í 5 prófum á fjárum dögum sem var svolítið strembið en ég hafði það af. svo var ég að klára ensku og stæ 313 í þessari viku og það gékk líka bara vel. ég veit líka að ég náði ensku og efnafræði sem ég er ánægður með.
ennnn annars þá var ég á tónleikum með Muse, þeir voru frábærir, flott sjóf (show) og yndisleg tónlist, ljósasjófið var ótrúlega flott líka, það stóð fyrir utan höllina að einhver strobe ljós voru á tónleikunum og var það skilaboð til flogaveika að þessi ljós gætu farið illa í þá, ég held að hafi verið þessi björtuljós sem komu flassandi ámann :) .. aftur góðir tónleikar

svo er ég líka búinn í prófunum var ég kannski búinn að segja það !! ?? :) :)
flott !!! ég fer heim á sigló á morgun og ætli ég byrji ekki að vinna á föstudaginn að vakta togara.
bless í bili.

12/05/2003

Var að koma úr jarðfræðiprófi það gekk bara vel enda var ég búin að læra allveg voðalega mikið fyrir það úff nú er ég semsagt búin í þrem prófum og bara tvö eftir Efnafræði og Íslenska . Annars var ég inni á bókasafni að læra í morgun þegar ein stelpa sem var að læra undir jarðfræði sagði:" Mér finnst að þeir geti ekkert bara ætlast til þess að maður viti hvar heimsálfurnar eru ég mein ég hef aldrei verið í landafræði " Jesús kristur að vita ekki hvar heimsálfurnar eru hvernig er það bara hægt spyr ég.
Allavegana þá eru tengdó í heimsókn með littlu mestu rassgatarófu í heimi semsé Oddný Halla sem er rúmlega eins árs. Og svo er mamma að ég held , amma og afi að koma til að vera við kistulagninguna hennar signýjar ömmu en hún tók upp á því um síðustu helgi að halda á vit forfeðrana. Sem var nú bara ágætt fyrir hana, örugglega miklu meira stuð þar heldur en á hrafnistu. Ekki það að ég sé eitthvað að gera lítið úr þjónustunni þar eða þeirra sem þar eru..
já o já ég ætla að fara að brjóta saman þvottinn eða eitthvað

12/01/2003

Var að koma úr félagsfræði prófi það var nú bara frekar létt ekki undir 8 amk. nú í síðustu viku fór ég í lokapróf í stæ 533 (línuleg algebra, áður lýst) og við sýndum lokaverkefnið okkar í leiklist 103 (Síðasti geirfuglinn) þetta gekk allt saman vel. Þannig að núna er ég búin með 11 einingar og á bara 4 próf eftir ah hvað það er góð tilfinning . Jamm og já um síðustu helgi komu mamma, pabbi, systur mínar og Erla amma í bæinn og á fös. Kvöldið sauð amma handa okkur svið oh það var svo gott það var líka svo langt síðan ég hafði fengið svið. Svo ræddum við um félagsfræðikenningar, marxisma, kaldastríðið ofl skemmtilegt fram eftir.
Já svo þegar prófin eru búin þá eru það bara MUSE tónleikar málið og svo að vinna.