11/25/2003

Ótrúlegt en satt þá er allt komið á kaf í snjó hér í Reykjavík. annars er allt gott að frétta , ég var að taka síðasta kafla próf fyrir lokapróf, gekk svona ágætlega. Ég ætla að fá mér .com eða .net veffang (hvort ætti ég að fá mér ?) og ef þið vitið um eitthvað sniðugt nafn (eitthvað nafn.com eða .net) þá setjið pikkið þið það hérna inn í comment fyrir neðan. þetta netfang er tengd skóla sem ég ætla að fá mér, ég er með rosa hugmynd í smíðum :) .. jæja kl er 10 mín í 13 ég er að bíða eftir að næsti tími byrjar... bless í bili.

11/22/2003

Já ákvað að taka mér smá pásu frá skrifum mínum um brottfall stelpna úr íþróttum, sem er ritgerðarefni mitt í félagsfræði ætlaði reyndar að vera búin með þessa ritgerð fyrir löngu en eins og allir vita er best að vinna undir mikilli pressu. Ég þarf semsé um helgina að læra fyrir lokapróf í línulegir algebru (sem er ótrúlega erfitt) lýsi hér með eftir einhverjum sem kann að finna jöfnu plans sem inniheldur punktinn P=(1,2,1) , er samsíða línunni L: (x+1)/2 = (y+1)/4 ; z=3 og er hornrétt á planið x+y+z=1 . Já svo þarf ég líka að gera verkefni í íslensku og heimadæmi í stæ 503 sem er nú bara létt . En ekki nóg með það þá er leikæfing hjá mér frá 2-4:30 í lei 103 áfanganu og svo leikæfing hjá leikfélaginu frá 5-7. Þar fyrir utan eru 5 grunnskólagellur í heimsókn sem sjokkera mann með merkjum sem þær eru með í peysunum með áletrunum eins og :
"slippery when wet" (sem ég tók nú reyndar af frænku minni og henti í ruslið) og "born to fuck"
14-15 ÁRA STELPUR MEÐ BORN TO FUCK MERKI Á SÉR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! og er bara öllum sama spyr ég .

allavega ég er farin í sturtu.

Elva

11/21/2003

Uff ég er algjör snillingur. jæja ég skal segja ykkur hvers vegna, áðan var ég í mh að horfa á útskriftarnemana með einhver atriði, þau voru mjög flott, annars þá gleymdi ég að taka lyklana af húsinu hjá elvu ég fattaði það þegar ég var á leiðinni heim með 5 unni. en ég náði að troða mér hálfa leið gegnum gluggann sem er við hliðinniá útidyrahurðinni og teygði mig í lásinn á hurðinni... og þetta tókst. Frábært

11/19/2003

Hæ Hæ Dagbók. já þetta var bara ágætis dagur ég freistist til þess að sofa örlítið lengur og vaknaði 10 mín í átta, ég nátturulega stökk á fætur, klæddi mig í og leitaði af símanum Elvu, eftir smá leit þá fann ég hann. kl. var rétt að skella í 7:58 en á þeim tíma kemur strætóinn minn, fór út og horfði á strætóinn keyra framhjá. Ég reif mig upp og hljóp á stað eftir smá eltinga leik þá náði ég að klukka hann og í staðinn fékk ég far hjá honum suður í bæ. mætti alltof seint í skólann en mæti samt.
Ég náði að skilja þessa ljósgeisla reikninga betur í dag og ég komst líka af því að ég er einungis að fara í 2 próf á mánudag en ekki 3 eins og ég hélt , það er búið að færa stæ 313 "Tölfræði" yfir á þriðjudag, Samt fer ég í 2 á mánudag stæ 403 og eðlisfræði.

eftir skólann nákvæmlega kl 14:30 þá skellti ég mér í kaffi til Gunna Frænda sem var búinn að bjóða mér í vöflur :) þær voru mjög góðar. Við spjölluðum og spjölluðum , ég leit á klukkuna þá var hún orðinn 17:06.

jæja núna er ég búinn að skrifa inn á þennan æðislega flotta blog í fyrsta skiptið.. mjög svo stoltur af mér ...

En núna er stefnan á að læra svolítið í efnafræði, sem er ágætis fag ef maður nær að fatta það. sem ég er náttúrulega búinn að gera..

fótbolta æfingar?
hérna ef þið vitið um einhvern sem er að æfa fótbolta hérna í rvk td. með utandeildar liði eða eitthvað álíka látið mig þá endilega vita.

11/18/2003

Þetta var nú skemmtilegt að lita þetta í svona líka flottum litum en nú ætla ég að fara að læra í alvörunni.

Elva
Nýkomin heim úr skólanum. Það var skólafundur í dag , lagabreytingatillaga um að breyta nafni fréttapésa í Hnefann hún var naumlega felld ég var fylgjandi tillögunni vegna þess að þetta er gott nafn og með skírskotun í merki nfmh sem er einmitt hnefi. Rökin fyrir að fella tillöguna voru þau að það væri hefð fyrir fréttapésanafninu og að hætta með það væri móðgun við þá sem komu honum á. Sumum fannst líka nafnið hnefinn vera of sterk vísun í pólitík. Jamm Mh-ingar eru afturhaldsseggir eftir allt saman.
Annað sem var rætt á fundinum var skýrsla um styttingu framhaldsskólans í 3. ár. voru langflestir á móti því vegnaþess einfaldlega að þetta er meir rugl heldur en samræmdu stúdentsprófin. Því að núna er það ekkert mál fyrir þá sem hafa til þess getu og vilja að klára framhaldsskólann á 3 jafnvel 2 árum. Þannig þetta verður þá bara til þess að draga úr því vali sem maður hefur á menntunarleiðum .
Talað er um að styttingin muni bitna á valáföngum sem er náttúrulega mjög vont mál því að með þessum áföngum sem eru t.d. kynningaráfang í lögfræði, saga mið- austurlanda, Leiklist og margt fleira sem gefur nemendum tækifæri á að mennta sig í því sem þeir hafa áhuga á . Núna eru framhaldsskólarnir að útskrifa nemendur með mjög fjölbreytta mennutun og er það ekki það sem við viljum allskonar einstaklinga með allskonar menntun. Miklu ráðlegra væri að fara ofan í saumana á grunnskólanum samhæfa betur námið á milli grunn- og framhaldsskóla. styrkja samvinnu þeirra. Jafnevel lengja skólaárið hjá þeim árgöngum grunnskóla sem ekki eru farnir að vinna enn frekar. Allavegana þá held ég að styttingin myndi líka bara leiða af sér fleiri nemendur sem útskrifast og vita ekkert hvað þeir vilja gera.

Þórdís er í heimsókn hjá okkur því hún er á námskeiði. Engin leikæfing í dag bara á morgun en ég er í leikfélagi nfmh . Við erum að fara að setja upp Lísu í undralandi og ég leik svefnmúsina.

En ég held að ég ætli að fara að læra í einum að hinum frábæru valáföngum sem eru í mh Stæ533 línuleg algebra. Þar er ég að fara að nota virkjan T til að speigla vigri í gegnum línuna mx=tan (þeta) en ég skil það svona næstum. :)

Elva

11/17/2003

Jæja þá erum við bara búin að skella okkur í bloggmenninguna. Hér munum við rita ýmsa fróðleiksmola um líf okkar vinum okkar og vandamönnum til hægðarauka.

elva og matti